Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   mið 24. apríl 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
West Ham átt árangursríkar viðræður við Lopetegui
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: EPA
Guardian greinir frá því að West Ham hafi átt árangursríkar viðræður við Julen Lopetegui en Lundúnafélagið hefur áhuga á að fá Spánverjann til að taka við af David Moyes í sumar.

Lopetegui hefur verið án starfs síðan hann hætti með Wolves síðasta sumar. Hann hefur ekki bara rætt við West Ham heldur fundað einnig með AC Milan sem ætlar að skipta Stefano Pioli út.

Hinn umtalaði Ruben Amorim fundaði í vikunni með eigendum West Ham og þá hefur Paulo Fonseca, stjóri Lille, einnig verið orðaður við Hamrana.

Á ferli sínum hefur hinn 57 ára gamli Lopetegui stýrt spænska landsliðinu, Porto, Sevilla og Wolves. Þá var hann um stutt skeið stjóri Real Madrid. Sumir innan West Ham telja að hann passi ekki og vilja frekar fá yngri stjóra.

Portúgalskir fjölmiðlar segja að Amorim sé óviss um að það sé rétt skref hjá sér að taka við West Ham og nú er talið líklegast að hann verði áfram hjá Sporting Lissabon.

West Ham er að búa sig undir stjóraskipti en hefur ekkert gefið út um framtíð Moyes. Eftir 5-2 tap gegn Crystal Palace síðasta sunnudag er þó talið óumflýjanlegt að breytingar verði gerðar.

West Ham er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en stöðuna má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner