Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 08. desember 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak spenntur að mæta Óskari Hrafni - „Hann gerði mikið fyrir mig"
Ísak Snær í leik með Blikum
Ísak Snær í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson framherji Rosenborg í Noregi var til viðtals hjá Fótbolta.net í gær þar sem hann fór yfir tímabilið sem voru mikil vonbrigði.

Rosenborg er mjög sigursælt í Noregi en liðið hafnaði í níunda sæti sem er langt fyrir neðan væntingar. Ísak lék 18 leiki og skoraði fimm mörk.

Ísak gekk til liðs við félagið frá Breiðabliki en hann mun mæta Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fyrrum þjálfara sínum hjá Blikum, í norsku deildinni á næstu leiktíð.

Óskar Hrafn var ráðinn þjálfari Haugesund í október. Ísak Snær var spurður að því hvernig það verður að mæta Óskari.

„Það verður spennandi. Það verður skrítið til að byrja með en við heilsumst fyrir og eftir leik og síðan erum við óvinir á meðan leikurinn er í gangi. Það verður næs að sjá hann aftur, hann gerði mikið fyrir mig og ég skulda honum mikið," sagði Ísak.


Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner