Enska bikarhelgin er í fullum gangi og í dag fara fram þrír leikir í FA bikarnum. Einnig verður spilaður einn leikur í Championship deildinni.
                
                                    
                
                                    Fyrstli leikur dagsins er Blackburn - Wolves. Sá leikur byrjar 12:30 og fer fram á Ewood Park.
Guðlaugur Victor og félagar í Plymouth fá síðan Liverpool í heimsókn á Home Park. Plymouth unnu Brentford á útivelli í seinustu umferð bikarsins.
Lokaleikur dagsins í FA bikarnum og stórleikur umferðarinnar fer fram á Villa Park þegar Tottenham fer í heimsókn til Aston Villa.
Einn leikur verður þá spilaður í Championship deildinni þegar Bristol City fær Swansea í heimsókn í alvöru hádegisleik.
sunnudagur 9. febrúar
ENGLAND: FA Cup
12:30 Blackburn - Wolves
15:00 Plymouth - Liverpool
17:35 Aston Villa - Tottenham
ENGLAND: Championship
12:00 Bristol City - Swansea
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
                                
 
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        