Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti einu sinni tapað eins stórt - „Allt fór úrskeiðis"
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Everton tapaði 4-0 gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Það er jöfnun á meti á ferli Ítalans Carlo Ancelotti, stjóra Everton.

Ancelotti hefur þjálfað stórlið AC Milan, PSG, Real Madrid og Bayern München á ferli sínum. Hann hefur einnig þjálfað Chelsea og á móti sínum fyrrum félagi tapaði hann stórt í gær.

Hann hefur aðeins einu sinni tapað eins stórt og í gær. Það gerðist í febrúar 2015, er Real Madrid tapaði 4-0 gegn Atletico í nágrannaslag undir hans stjórn.

Eftir leikinn í gær sagði Ancelotti: „Hvað fór úrskeiðis? Allt fór úrskeiðis. Frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu vorum við ekki inn í leiknum."

Frá því Ancelotti tók við Everton í desember á síðasta ári hefur liðið gert fína hluti. Everton er núna í 12. sæti.


Athugasemdir
banner
banner