Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   þri 09. mars 2021 06:00
Victor Pálsson
Pirlo trúir ekki að hann missi starfið ef Juventus tapar
Andrea Pirlo trúir því ekki að hann verði rekinn ef Juventus mistekst að vinna Porto í kvöld í mikilvægum leik í Meistaradeildinni.

Porto vann fyrri leik þessara liða 2-1 í 16-liða úrslitum og er því allt undir fyrir Juventus í kvöld.

Gengi Juventus hefur verið brösugt undir Pirlo og var hann spurður út í það hvort hann gæti fengið reisupassann ef illa fer gegn Porto.

„Ef ég væri á því máli þá væri ég ekki hérna," sagði Pirlo við spurningu blaðamanns.

„Ég veit að þetta er mikilvægur leikur en ég tek einn leik í einu. Félagið ákveður mína framtíð út frá úrslitum."

„Ég vinn bara mitt starf á hverjum degi. Ég þekki verkefnið mitt og verkefni félagsins."
Athugasemdir
banner