Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 09. mars 2022 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rosaleg úrslit í Lengjubikarnum - „Þetta er botninn"
Botninum náð.
Botninum náð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru ótrúleg úrslit í B-deild Lengjubikarsins síðasta föstudagskvöld. Þróttur Reykjavík tapaði gegn Vængjum Júpiters, venslafélagi Fjölnis.

Leikurinn endaði með 2-1 sigri Vængja. Þeir komust í 2-0 áður en Þróttur minnkaði muninn. Lengra komust Þróttarar hins vegar ekki.

Karlalið Þróttar hefur verið á mikilli niðurleið síðustu ár og féll liðið úr Lengjudeildinni síðasta sumar. Vængir voru að koma upp úr 4. deild og leika í 3. deild í sumar.

„Undanfarin ár höfum við mikið talað um þá niðursveiflu sem hefur verið í gangi hjá Þrótturum, en þeir virðast vera komnir í sögulega lægð miðað við þetta," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net þegar rætt var um þessi úrslit.

„Það er best að spyrna sér frá botninum segja þeir... Þó að karlalið Þróttar hafi aldrei unnið bikar, þá er þetta botninn - þetta er botninn," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Þetta eru rosaleg úrslit, en við sendum bestu kveðjur á Vængina - við erum með frábæra hlustun í Grafarvoginum," sagði Elvar Geir enn fremur.

Þess má geta að Vængir eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í Lengjubikarnum. Þróttur er með þrjú stig eftir tvo leiki.
Útvarpsþátturinn - Ótímabær Lengjuspá og boltafréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner