Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 09. apríl 2020 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bikarkeppni neðri deilda með úrslitaleik á Laugardalsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einhverjir Íslendingar hafa horft á sjónvarpsþættina 'Sundrland 'til I die' sem hægt er að nálgast á Netflix. Þar er fylgst með gangi mála hjá Sunderland og í þáttaröð tvö tekur liðið þátt í neðrideildabikarnum sem í dag er kallaður 'Leasing.com Trophy' á Englandi vegna styrktaraðilans.

Þar mætast lið í C- og D-deildinni ásamt 16 U-23 ára liðum, alls 64 lið sem taka þátt. Umræða skapaðist í útvarpsþættinum Fótbolti.net um hvort möguleiki væri á að halda einhvers konar neðrideildarbikar á Íslandi.

„Ég held að þetta geti verið skemmtilegt. Í neðri deildunum er leikjaálagið ekki mikið, spilaður einn leikur í vikur og 4. deildin búin um miðjan ágúst."

„Hægt væri að hafa keppnina svæðisskipta í byrjun og 4. deildarliðin gætu byrjað á undan,"
sagði Magnús Már Einarsson.

Í kjölfarið þróaðist umræðan um hvar úrslitaleikurinn færi fram og rætt var möguleikann að spila á annað hvort Laugardalsvelli eða á Kaplakrikavelli.

„Er þetta ekki góður föstudagsleikur, neðrideildar ástríða," sagði Elvar Geir Magnússon.

Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan og hefst hún á 14. mínútu.


Útvarpsþátturinn - Stóru málin við páskahringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner