Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 09. apríl 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire gefur 70 ára og eldri matarpakka
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Mynd: Getty Images
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni reyna nú að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, er einn þeirra.

Maguire er fæddur í Sheffield og ólst hann upp í þorpi sem heitir Mosborough.

Hann ætlar núna að hjálpa eldra fólki á svæðinu þar sem hann óslst upp með því að gefa þeim sem eru 70 ára og eldri matarpakka á þessum erfiðu tímum.

Eins og áður hefur komið fram þá hefur Maguire hvatt liðsfélaga sína til að gefa hluta af launum sínum til að hjálpa sjúkrahúsum.

Maguire kom til Manchester United fyrir þessa leiktíð á 80 milljónir punda og hefur hann staðið sig vel innan sem utan vallar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner