Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 23:07
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: KR mætir Haukum í úrslitum
Katla Guðmundsdóttir skoraði tvö fyrir KR
Katla Guðmundsdóttir skoraði tvö fyrir KR
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjölnir 2 - 4 KR
1-0 Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('14 )
1-1 Fanney Rún Guðmundsdóttir ('17 )
1-2 Katla Guðmundsdóttir ('34 , Mark úr víti)
1-3 Katla Guðmundsdóttir ('51 )
1-4 Koldís María Eymundsdóttir ('60 )
2-4 Harpa Sól Sigurðardóttir ('81 )
Rautt spjald: Fanney Rún Guðmundsdóttir , KR ('90)

KR er komið áfram í úrslitaleik C-deildar Lengjubikarsins eftir að hafa unnið Fjölni, 4-2, í Egilshöllinni í kvöld.

Júlía Katrín Baldvinsdóttir skoraði fyrir Fjölni á 14. mínútu en Fanney Rún Guðmundsdóttir svaraði fyrir KR-inga aðeins fjórum mínútum síðar. Katla Guðmundsdóttir skoraði tvö mörk fyrir KR, fyrra úr víti á 34. mínútu og það síðara í upphafi síðari hálfleiks.

Það kom KR-ingum í þægilega forystu og kom síðan fjórða markið þegar hálftími var eftir. Harpa Sól Sigurðardóttir náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Fjölni þegar níu mínútur voru eftir en lengra komst Fjölnir ekki.

Fanney Rún fékk að líta rauða spjaldið í lok leiks og verður hún því ekki með í úrslitunum gegn Haukum næsta laugardag.

Haukar unnu ÍH 7-2 í hinum undanúrslitaleiknum síðasta laugardag.

Halla Þórdís Svansdóttir skoraði fernu í leiknum og er alls komin með níu mörk í keppninni. Rakel Lilja Hjaltadóttir skoraði tvö mörk fyrir Hauka og Kristín Fjóla Sigþórsdóttir eitt. Aldís Tinna Traustadóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir skoruðu mörk ÍH.
Lengjubikar kvenna - C-deild, úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner