Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 09. maí 2021 11:30
Aksentije Milisic
Klopp: Fjórir sigrar munu duga til að komast í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ef liðinu takist að vinna síðustu fjóra deildarleikina, þá verði það nóg til þess að ná topp fjórum.

Liverpool vann góðan 2-0 heimasigur á Southampton í gær þar sem Sadio Mane og Thiago Alcantara sáu um mörkin. Leicester missteig sig í þessari umferð þegar það tapaði gegn Newcastle á heimavelli.

Liverpool er fimm stigum á eftir Leicester og hefur spilað einum leik færra. Klopp sagði eftir sigurinn í gær að hann telur að fjórir sigrar í viðbót verði nóg til þess að ná Meistaradeildarsætinu eftirsótta.

„Ef við vinnum þessa fjóra leiki þá held ég að það muni nægja. Þetta er samt stórt „ef", sagði Klopp.

„Við spilum gegn Man Utd á fimmtudaginn og ég veit að þeir eiga leik á þriðjudag og sunnudag, þetta er erfitt prógram. Ef þú skoðar samt hópinn þeirra, þá geta þeir gert margar breytingar á milli leikja," sagði Klopp.

„En auðvitað er það slæmt fyrir þá að spila þrjá leiki á einni viku, það er brjálæði. Ég skil það ekki alveg en þetta er eins og það er."

„Við sjáum til með hina leikina. WBA er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, Burnley kannski líka, hver veit?"

Eins og áður segir þá vann Liverpool mikilvægan sigur í gær og því er allt galopið í baráttunni um topp fjóra það sem eftir lifir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner