Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 11:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís yfirgefur Wolfsburg (Staðfest) - Fer hún til Man Utd?
Kvenaboltinn
Hvað gerir landsliðskonan?
Hvað gerir landsliðskonan?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur skorað 22 mörk í 93 leikjum með Wolfsburg.
Hefur skorað 22 mörk í 93 leikjum með Wolfsburg.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Wolfsburg tilkynnti í dag að markmaðurinn Anneke Borbe, sóknarmaðurinn Sveindís Jane Jónsdóttir og varnarmaðurinn Lynn Wilms myndu allar yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út 30. júní í sumar.

Fyrir leikinn gegn Leverkusen á sunnudag mun Wolfsburg kveðja alls tíu leikmenn og þakka þeim fyrir þeirra framlag í grænu og hvítu treyjunni.

Sveindís er lykilkona í íslenska landsliðinu og er að klára sitt fjórða ár hjá Wolfsburg. Hún er uppalin hjá Keflavík, lék með Breiðabliki á láni 2020 og var svo fengin til þýska stórliðsins. Hún hóf atvinnumennskuna á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð en árið 2022 byrjaði dvölin hjá Wolfsburg fyrir alvöru.

Hún vann þýsku deildina með Wolfsburg 2022 og þýska bikarinn bæði 2023 og 2024. Áður hafði hún orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki, varð markahæst og var valinn besti leikmaður deildarinnar.

Sveindís verður 24 ára í næsta mánuði. Hún á að baki 48 landsleiki og hefur í þeim skorað tólf mörk.

Hún hefur að undanförnu verið orðuð í burtu frá Þýskalandi, var ekki sátt við sitt hlutverk í liðinu, og nú er ljóst að hún yfirgefur Wolfsburg eftir tímabilið.

Manchester United á Englandi er á meðal félaga sem Sveindís hefur verið orðuð við.
Athugasemdir
banner
banner