Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 20:29
Brynjar Ingi Erluson
De Bruyne með samningstilboð frá Liverpool og Napoli
Kevin de Bruyne
Kevin de Bruyne
Mynd: EPA
Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio heldur því fram að belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne sé kominn með samningstilboð frá Liverpool og Napoli.

Di Marzio og Gianlugi Bagnalo hjá Sky Sports unnu greinina saman og halda því fram að topplið Evrópu séu að berjast um De Bruyne sem yfirgefur Manchester City eftir tímabilið.

Samningur hans er að renna út og kaus Man City að bjóða honum ekki framlengingu.

De Bruyne, sem er 33 ára gamall, hefur verið orðaður við félög í Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu, en það gæti vel farið svo að hann verði áfram í Evrópuboltanum.

Di Marzio segir að Liverpool, erkifjendur Man City, hafi boðið honum samning og það hafi Napoli einnig gert.

Miðjumaðurinn er einn sá besti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og væri það afar áhugavert ef hann myndi stökkva á tækifærið og semja við Englandsmeistarana, en sú sviðsmynd þykir þó heldur ólíkleg.
Athugasemdir
banner
banner
banner