Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 10:50
Fótbolti.net
Túfa talinn lang líklegastur til að fá sparkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fimm umferðir búnar af Bestu deildinni og erfitt að segja að línur séu almennilega farnar að skýrast. Einungis sex stig skilja á milli efstu liðanna og þeirra neðstu. Öll lið hafa unnið leik í byrjun móts og einungis KR er ósigrað.

Betsson hefur gefið út hvaða þjálfari sé sá líklegasti til að verða fyrstur rekinn úr sínu starfi í Bestu deildinni.

Það eru taldar meiri líkur en minni á þessum tímapunkti að ef þjálfari fær sparkið þá verði það Srdjan Tufegdzic, Túfa, sem er þjálfari Vals. Stuðullinn á því er 1,55.

Valur er með sex stig eftir leikina fimm. Liðið hefur unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað einum, en það var síðasti leikur gegn FH sem tapaðist 3-0. Gengi Vals í deildinni frá því að Túfa tók við í ágúst hefur ekki verið gott.

Þeir Hallgrímur Jónasson (KA) og Jökull Elísabetarson (Stjarnan) eru svo næstir á eftir Túfa, þar á eftir kemur Jón Þór Hauksson (ÍA) og Heimir Guðjónsson (FH). Stuðullinn á því að Heimir verði sá fyrsti til að taka pokann sinn er 15.
Innkastið - Markaregn og málaliðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 5 3 1 1 10 - 4 +6 10
2.    Vestri 5 3 1 1 6 - 2 +4 10
3.    Breiðablik 5 3 1 1 10 - 8 +2 10
4.    KR 5 1 4 0 15 - 10 +5 7
5.    ÍBV 5 2 1 2 6 - 7 -1 7
6.    Afturelding 5 2 1 2 4 - 5 -1 7
7.    Fram 5 2 0 3 10 - 9 +1 6
8.    Valur 5 1 3 1 8 - 9 -1 6
9.    Stjarnan 5 2 0 3 7 - 10 -3 6
10.    ÍA 5 2 0 3 5 - 9 -4 6
11.    FH 5 1 1 3 8 - 8 0 4
12.    KA 5 1 1 3 6 - 14 -8 4
Athugasemdir
banner