Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 11:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klukkan tifar á Arteta - Sagan heldur áfram að endurtaka sig
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta mætti til Parísar í vikunni með það fyrir augum að skrifa söguna, en það var bara endurtekning á sögu Arteta sem stjóri Arsenal sem var skrifuð; Arsenal spilaði vel, fékk fullt af tækifærum, en tókst ekki að skora nægilega mörg mörk.

Phil McNulty, ritstjóri fótboltadeildar BBC, fjallaði um leik PSG og Arsenal í Meistaradeildinni. PSG vann 2-1 og er komið í úrslit.

Arsenal sýndi góða frammistöðu, en náði á endanum ekki að skáka PSG sem hefur unnið þrjú ensk félög í útsláttarkeppninni og mun mæta Inter í úrslitaleiknum.

„Undir yfirborðinu liggur óþægilegur sannleikur fyrri Arteta og Arsenal. Það eru fimm ár frá síðasta titli, frá því að Arteta vann enska bikarinn 2020. Allt talið, öll vegferðin, eini gjaldmiðilinn fyrir stærstu félögin eru titlar, svo klukkan er að tifa á Arteta að gera liðið að sigurvegurum aftur."

„Hann er núna að stýra næstum því liði. Þrátt fyrir allt það frábæra frá Arsenal í borg fegurðarinnar og ljóssins, þá var myrkrið grimmur raunveruleikinn."

„Það efast enginn um að hann sé í öruggu starfi, en hann er klárlega undir pressu að ná árangri. Á endanum verða engar afsakanir eða skilaboð um að taka skref fram á við. Arsenal þarf að vinna,"
skrifar McNulty í greininni og segir að Arteta verði að sanna að hann sé sigurvegari.
Athugasemdir
banner
banner
banner