Undanúrslit Evrópudeildarinnar klárast í kvöld og er útlit fyrir að við munum fá enskan úrslitaleik í fyrsta sinn síðan 2019.
Manchester United tekur á móti Athletic á Old Trafford. United vann fyrri leikinn 3-0 og þá var Dani Vivian, lykilmaður spænska liðsins, rekinn af velli.
Þrír lykilmenn eru frá vegna meiðsla í kvöld og útlit fyrir United sé á leið í úrslit.
Þar mætir liðið Bodö/Glimt eða Tottenham. Enska liðið vann fyrri leikinn 3-1 í Lundúnum, en Noregsmeistararnir minnkuðu muninn á lokamínútunum. Mögulega dýrmætt mark en það hefur reynst stóru liðunum erfitt að sækja úrslit á heimavelli Bodö og aldrei hægt að útiloka endurkomu í einvíginu.
Leikir dagsins:
19:00 Man Utd - Athletic
19:00 Bodö/Glimt - Tottenham
Athugasemdir