Hvernig fjölgum við áhorfendum í Bestu deild kvenna?
Guðjörg Ýr Hilmarsdóttir er stemmningskona úr Kópavogi. Hún er Dj á heimaleikjum Breiðabliks og er svo góð í starfi að re-mixin hennar eru spiluð í Þýsku Bundesligunni.
Gugga skilaði nýlega upplifunarhandbók sem lokaverkefni í Háskólanum sem fjallar um hvernig hægt er að fjölga áhorfendum á íþróttaviðburðum.
Gugga settist niður með mér og útskýrði fyrir mér hvernig við getum hækkað meðaltalsfjölda á leiki í bestu deild kvenna úr 200 í miklu hærri tölu. Vonandi taka fyrirtæki við boltanum, styrkja bókina þannig að félög landsins geti fengið hana til notkunar því innihaldið er fyrsta flokks.
Við ræddum líka margt annað enda Gugga einstaklega hress og skemmtileg ung dama!
Njótið vel.
Athugasemdir