Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir PSG og Arsenal: Risa frammistaða frá Donnarumma - Fjórir leikmenn fá 4
Mynd: EPA
Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var maður leiksins að mati Goal er PSG kom sér í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með góðum 2-1 sigri á Arsenal í kvöld.

Donnarumma hefur verið magnaður í úrslitakeppninni og átti margar mikilvægar vörslur í París.

Hann þurfti að bregðast hratt við tveimur færum frá Gabriel Martinelli og Martin Ödegaard og átti þá aðra stórkostlega vörslu frá Bukayo Saka í þeim síðari.

Goal gefur Donnarumma 9 fyrir frammistöðuna og valdi hann mann leiksins, en Achraf Hakimi var bestur að mati UEFA.

Slakasti maður PSG var Portúgalinn Vitinha sem klúðraði meðal annars vítaspyrnu í síðari hálfleiknum.

Fjórir leikmenn Arsenal fá 4 í einkunn. William Saliba, Jakub Kiwior, Martin Ödegaard og Mikel Merino fá allir falleinkunn. David Raya og Bukayo Saka voru með hæstu einkunn í liðinu.

PSG: Donnarumma (9), Hakimi (8,5), Marquinhos (6), Pacho (6,5), Mendes (7), Neves (7,5), Vitinha (5), Ruiz (8), Barcola (7), Doue (7), Kvaratskhelia (7).
Varamenn: Dembele (7), Hernandez (5,5)

Arsenal: Raya (7), Timber (5), Saliba (4), Kiwior (4), Lewis-Skelly (5), Ödegaard (4), Partey (5), Rice (6), Saka (7), Merino (4), Martinelli (5).
Varamenn: Calafiori (6), Trossard (6).
Athugasemdir
banner
banner