Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   fim 08. maí 2025 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KFA óskar eftir þjálfara fyrir yngri flokka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnufélag Austfjarða - KFA óskar eftir því að ráða þjálfara fyrir neðangreinda yngri flokka félagsins frá og með 1.6.2025.

8. fl. drengja og stúlkna.
7. fl. drengja og stúlkna.
6. fl. drengja og stúlkna.
5. fl. drengja og stúlkna.

Í boði er: Góð laun – Ökutækjastyrkur - Möguleiki er á húsnæði og flutningsaðstoð.

Menntunar- og hæfniskröfur
- Þjálfaragráða frá KSÍ eða áætlun um að mennta sig sem þjálfari.
- Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af þjálfun barna og ungmenna.
- Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar.
- Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum.
- Frumkvæði, faglegur metnaður, skipulagshæfni og drifkraftur.
- Almenn tölvufærni og hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli.
- Hafi gott skipulag á hlutunum og sé stundvís.
- Hreint sakavottorð er skilyrði.
- Íslenskukunnátta er æskileg.

Starfið
- Felst í því að þjálfa í kjörnunum á Fáskrúðsfirði og í Neskaupstað. Flestar æfingar eru samt í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Aksturspeningur er greiddur vegna ferða á milli fjarða
- Umsjón með skipulagningu æfinga og leikja hjá sínum flokki.
- Þátttaka í mótum viðkomandi flokks eða flokka.
- Umsjón félagslegra viðburða og skráninga á mót.
- Samskipti við foreldra í gegnum Abler.
- Notkun á VEO og annara verkfæra þar sem það á við.
- Samskipti við foreldraráð (tengla) viðkomandi flokka vegna skipulagningu móta og/eða keppnisferða
- Samstarf við aðra þjálfara félagsins
- Þjálfari vinnur samkvæmt siðareglum, gildum og lögum félagsins

Allar almennar upplýsingar veitir, Jóhann Ragnar Benediktsson í síma 862-0363 eða á netfangið [email protected] og Eggert Gunnþór Jónsson yfirþjálfari í síma 865-4970 eða á netfangið [email protected].

Óskað er eftir að með umsókn fylgi ferilskrá um fyrri störf og kynningarbréf.

Umsóknarfrestur er til 12.05.2025.
Athugasemdir
banner