Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   fim 08. maí 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Vorum betra liðið“
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Joao Neves segir að Paris Saint-Germain hafi verðskuldað að fara alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Neves, sem kom frá Benfica á síðasta ári, hefur verið frábær á miðsvæðinu með þeim Fabian Ruiz og Vitinha á þessu tímabili og er PSG búið að sanna að það sé eitt besta lið tímabilsins í Evrópuboltanum.

Flestir héldu að Liverpool myndi slá PSG út í 16-liða úrslitum en Frakkarnir fóru áfram eftir vító áður en þeir hentu Aston Villa út í 8-liða úrslitum. PSG vann báða leikina gegn Arsenal í undanúrslitum og er verðskuldað komið í annan úrslitaleikinn í sögu félagsins.

„Við erum ótrúlega ánægðir með að vera komnir í úrslit Meistaradeildarinnar. Það var mikilvægt fyrir okkur að ná í sigurinn og nú eigum við möguleika á að vinna titilinn.“

„Arsenal er með mjög sterkt lið með mikil einstaklingsgæði, en mér fannst við vera betra liðið.“

„Við munum halda áfram á sömu braut, leggja hart að okkur og halda okkur við leikskipulagið. Þetta er besta leiðin fyrir okkur og er okkar fótbolti, sem var leiðin til að ná í sigurinn. Við erum öruggir með okkur,“
sagði Neves.
Athugasemdir