Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Höjlund að snúa aftur til Ítalíu?
Höjlund gæti farið frá Man Utd í sumar
Höjlund gæti farið frá Man Utd í sumar
Mynd: EPA
Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, gæti snúið aftur í ítalska boltann fyrir næstu leiktíð en þetta segir miðillinn TuttoSport:

Daninn hefur verið sterklega orðaður við Juventus sem mun þurfa að skoða framherjamálin vandlega í sumar.

Höjlund hefur átt erfitt tímabil með United og ekki talið líklegt að hann verði þeirra aðalmaður fyrir næstu leiktíð.

TuttoSport segir að Juventus sé að horfa til Höjlund, það er að segja ef félaginu tekst að losa sig við serbneska framherjann Dusan Vlahovic.

Vlahovic er líklega á förum og þá er óvíst hvort Juventus geri skipti Randal Kolo Muani varanleg. Eins og staðan er núna eru Vlahovic og Kolo Muani báðir á förum.

Höjlund naut sín vel á Ítalíu áður en hann kom til Manchester United þar sem hann lék með Atalanta og skoraði 10 mörk í 34 leikjum.

United er að vinna í kaupum fyrir sumarið. Matheus Cunha er sagður á leiðinni frá Wolves og þá hefur Liam Delap, framherji Ipswich, verið orðaður við komu á Old Trafford.
Athugasemdir
banner