Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   fim 08. maí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Líkir leikmanni Wrexham við Hollywood-stjörnu - „Laðast að geðvondu fólki“
Ryan Reynolds
Ryan Reynolds
Mynd: Chelsea
Ryan Reynolds, einn af eigendum velska félagsins Wrexham, segist vera afar hrifinn af írska vængmanninum James McClean og að hann minni sig óneitanlega á Hollywood-stjörnuna Samuel L. Jackson.

McClean er 36 ára gamall og spilað stórt hlutverk í liði Wrexham síðan hann kom til félagsins fyrir tveimur árum.

Hann hefur farið upp um tvær deildir með Wrexham sem mun spila í B-deildinni á næstu leiktíð, en hann er í miklu uppáhaldi hjá Reynolds.

„Það er þessi brennandi og ógnvekjandi 5000 kelvin ofn inn í þessum náunga, sem er alveg stórmerkilegt og er hann einn af mínum uppáhalds leikmönnum.“

„Ég var yngstur fjögurra bræðra og það er einhverstaðar í genununum mínum sá eiginleiki að þurfa geðjast fólki þannig ég elska alltaf þá náunga sem eru ekki með þann eiginleika. Ég laðast að geðvondu fólki. Samuel L. Jackson getur verið geðvond manneskja og af þeirri ástæðu er hann ein af mínum uppáhalds manneskjum. Ég elska það og James er með vott af því í sér,“
sagði Reynolds í hlaðvarpsþættinum Fearless in Devotion.

Reynolds og Jackson hafa leikið saman í þremur bíómyndum. Þeir voru saman í Hitman's Bodyguard og Hitman's Wife's Bodyguard ásamt því að hafa báðir talað inn á teiknimyndina Turbo.
Athugasemdir
banner