Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Hilmir Rafn sendi Viking áfram með marki í uppbótartíma
Hilmir Rafn var hetja Viking
Hilmir Rafn var hetja Viking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmir Rafn Mikaelsson var hetja norska liðsins Viking er það lagði Moss að velli, 1-0, í 32-liða úrslitum bikarsins í kvöld.

Framherjinn stóri og stæðilega skoraði sigurmark Viking á þriðju mínútu í uppbótartíma með skalla eftir hornspyrnu og sendi sína menn áfram í 16-liða úrslitin.

Hilmir byrjaði á bekknum en kom inn á þegar um það bil fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Frábær úrslit fyrir Viking og Hilmi sem var að skora þriðja bikarmark sitt á tímabilinu.

Óskar Borgþórsson og hans menn í Sogndal eru hins vegar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Kongsvinger eftir vítakeppni.

Fylkismaðurinn kom inn í framlengingunni og var einn af fimm spyrnumönnum Sogndal í vítakeppninni, en var einn af tveimur leikmönnum sem klikkuðu og er Sogndal því úr leik.
Athugasemdir
banner
banner