Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   fim 08. maí 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin í dag - Fiorentina í úrslit þriðja árið í röð?
Albert getur komist í úrslit Sambandsdeildarinnar í kvöld
Albert getur komist í úrslit Sambandsdeildarinnar í kvöld
Mynd: EPA
Ítalska liðið Fiorentina, með Albert Guðmundsson innanborðs, getur komist í úrslit Sambandsdeildar Evrópu þriðja árið í röð er það mætir Real Betis í undanúrslitunum í kvöld.

Flórensarliðið komst fyrst í úrslit árið 2023 og tapaði þá fyrir West Ham áður en það laut í lægra haldi fyrir Olympiakos ári síðar.

Það hefur ekki gefið upp von á að vinna keppnina. Allt er þegar þrennt er, en fyrst þarf það að vinna Real Betis áður en það horfir lengra inn í framtíðina.

Betis leiðir einvígið 2-1, en liðin munu mætast í Flórens í kvöld. Albert verður væntanlega í hópnum hjá Fiorentina.

Chelsea er með annan fótinn í úrslitaleikinn eftir að hafa unnið sænska liðið Djurgården 4-1 í Svíþjóð. Seinni leikurinn er á Stamford Bridge, en markmið Chelsea er auðvitað að vinna keppnina og hafa leikmenn og stjóri liðsins ekki farið leynt með það. Í raun skyldusigur fyrir þá bláu.

Leikir dagsins:
19:00 Fiorentina - Betis
19:00 Chelsea - Djurgarden
Athugasemdir
banner
banner