
Arsenal hefur boðið í Liam Delap, Skytturnar vilja framlengja við William Saliba og framtíð Emiliano Martínez hjá Aston Villa er óljós. Þetta og miklu fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.
Arsenal hefur lagt fram tilboð til umboðsaðila Liam Delap (22) framherja Ipswich. Arsenal vill frá inn mann til að spila með reynslumeiri manni frammi. (Football Transfers)
Skytturnar hafa líka fært samningsviðræður sínar við William Saliba (24) um nýjan samning. Saliba hefur verið orðaður við Real Madrid en hann verður samningslaus sumarið 2027. (L'Equipe)
Framtíð Emiliano Martínez (32) markvarðar Aston Villa gæti verið í lausu lofti því Villa er sagt vera í markmannsleit í komandi glugga. (Mail)
Liverpool er tilbúið að selja vinstri bakvörðinn Kostas Tsimikas (28) í sumar. (Football Insider)
Arsenal, Man Utd og Chelsea hafa öll áhuga á Patrik Schick (29) framherja Leverkusen í sumar. (Caught Offside)
Chelsea og Liverpool leiða kapphlaupið um Dean Huijsen (20) miðvörð Bournemouth. Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid. (Teamtalk)
Óvissan í kringum niðurstöðurnar úr 115 ákærunum á hendur Manchester City gæti fylgt félaginu inn í næsta tímabil, en félagið ætlar samt að eyða háum fjárhæðum í sumar. (i paper)
Al Hilal bíður eftir svari frá Simone Inzaghi hvort að ítalski stjórinn vilji yfirgefa Inter til að taka við liðinu í Sádi-Arabíu. Marco Silva hjá Fulham hefur einnig verið orðaður við starfið. (Talksport)
Varnarmaðurinn Lloyd Kelly (26) hefur spilað nægilega marga leiki svo Juventus þarf að kaupa hann frá Newcastle en hann er á láni á Ítalíu sem stendur. (Calciomercato)
Aurelo de Laurentiis, eigandi Napoli, hefur sett sig í samband við Max Allegri ef ske kynni að stjórinn Antonio Conte fari frá Napoli í sumar. (Tuttomercato)
Man Utd fylgist með Moise Kean (25) framherja Fiorentina og ítalska landsliðsins. (Footmercato)
Athugasemdir