Pétur Bjarnason hefur fengið félagaskipti í KFK og mun spila með liðinu á láni frá Vestra í sumar.
Pétur er framherji sem fæddur er árið 1997 og skoraði þrjú mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Hann á að baki 272 meistaraflokksleiki og hefur í þeim skorað 92 mörk, þar af níu í efstu deild. Hann hefur til þessa aldrei spilað neðar en í C-deild.
Pétur er framherji sem fæddur er árið 1997 og skoraði þrjú mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili.
Hann á að baki 272 meistaraflokksleiki og hefur í þeim skorað 92 mörk, þar af níu í efstu deild. Hann hefur til þessa aldrei spilað neðar en í C-deild.
Pétur sagði við Fótbolta.net í janúar að hann ætlaði ekki að spila fótbolta i sumar en hefur grenilega skipt um skoðun.
KFK er lið í Kópavogi sem endaði í 9. sæti 3. deildar í fyrra. Liðinu var spáð falli í spá þjálfara fyrir mót. KFK tapaði 4-1 gegn KF í fyrstu umferð tímabilsins.
Athugasemdir