ÍA hefur fengið sóknarmanninn Sebastian Sigurðsson Bornachera í sínar raðir frá FH. Sebastian er fæddur árið 2009 og á að baki þrjá leiki fyrir U15 landsliðið. Hann var í mars valinn í æfingahóp U16 landsliðsins.
Hann er uppalinn hjá Haukum en skipti yfir í FH í fyrra. Hann er núna kominn í ÍA.
Hann er uppalinn hjá Haukum en skipti yfir í FH í fyrra. Hann er núna kominn í ÍA.
ÍA hefur verið duglegt að fá sín til unga og efnilega leikmenn og fer Sebastian svo sannarlega í þann flokk.
Hans síðasti leikur með FH samkvæmt KSÍ var 0-7 tap gegn ÍA/Víkingi Ólafsvík með 3. flokki í lok síðasta mánaðar. Hann var ekki með skráðan samning við FH.
Athugasemdir