Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 09. júní 2021 10:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Balotelli boðinn þriggja ára samningur í Tyrklandi
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli stendur til boða að skrifa undir þriggja ára samning við Adana Demirspor í Tyrklandi. Þetta herma heimildir Sky á Ítalíu.

Balotelli lék með Monza í ítölsku B-deildinni í vetur og skoraði sex mörk í fjórtán leikjum en Monza féll úr leik í umspilinu og tókst ekki að fara upp í A-deildina.

Balotelli á að vera aðalmaðurinn í sóknarleik Adana, liðið er á leið upp í efstu deild eftir að hafa verið utan hennar frá árinu 1995.

Monza hefur ekki boðið Balotelli framlengingu á samningi en samkvæmt yfirmanni félagsins þá gæti það staðið til boða fyrir Balotelli vilji hann vera áfram á Ítalíu.

Adana endaði í toppsæti tyrknesku B-deildarinnar á liðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner