Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 09. júní 2021 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho um árangur Man Utd: Ole á fleiri vini í fjölmiðlum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Roma á Ítalíu, tók góða yfirferð á þjálfaraferli hans á Englandi með þáttastjórnandanum heimsfræga, James Corden, í einkaviðtali á The Sun.

Mourinho tók við United sumarið 2016 og fékk hann leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic og Paul Pogba til félagsins.

Á fyrsta tímabili tókst honum að vinna Evrópudeildina og tímabilið á eftir lenti liðið í öðru sæti.

Hann var síðan rekinn undir lok árs 2018 og tók Ole Gunnar Solskjær við starfinu en Mourinho telur þó að það sé mikill munur á umfjöllun um hann og Solskjær.

Ole Gunnar stýrði Man Utd í úrslit Evrópudeildarinnar en tapaði fyrir Villarreal og þá náði hann öðru sæti deildarinnar en Mourinho vann Evrópudeildina árið 2017 og lenti í 2. sæti deildarinnar ári síðar.

„Ég lenti í öðru sæti með Man Utd en það var talið slæmt tímabil," sagði Mourinho.

„Núna lendir Man Utd í öðru sæti og tapar í úrslitum Evrópudeildarinnar en það eru framfarir."

„Þetta er bara af því félagið hefur lagt mikla vinnu í samstarf með fjölmiðlum og Ole á fleiri vini sem starfa í fjölmiðlum heldur en ég," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner