fim 09. júní 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool búið að ná samkomulagi við Nunez
Mynd: EPA
Samkvæmt heimildum Sky og The Athletic hefur Liverpool náð munnlegu samkomulagi við Darwin Nunez um kaup og kjör.

Nunez er leikmaður Benfica í Portúgal og er hann eftirsóttur af fleiri félögum en Liverpool. Manchester United hefur einnig verið nefnt til sögunnar í tengslum við áhuga á Nunez.

Benfica ætlar að fá um 85 milljónir punda fyrir Nunez sem átti frábært tímabil í Portúgal. Hann skoraði 34 mörk og lagði upp fjögur í 41 leik á tímabilinu.

Hann kom til Benfica árið 2020 frá Almeria og greiddi Benfica þá um 20 milljónir punda fyrir Úrúgvæann.

Samkvæmt heimildum Sky þá fær Nunez um sex milljónir evra í árslaun og skrifar undir fimm ára samning.

Liverpool vonast til þess að fá um 40 milljónir punda fyrir sölu á Sadio Mane sem vill fara til Bayern Munchen. Sú upphæð myndi hjálpa til við að fjármagna kaupin á Nunez.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner