
Chelsea hefur gengið frá samningi við bandaríska framherjann Catarina Macario. Hún skrifar undir samning til 2026 við Lundúnafélagið.
Hún kemur til Chelsea á frjálsri sölu frá frönsku meisturunum í Lyon.
Hún kemur til Chelsea á frjálsri sölu frá frönsku meisturunum í Lyon.
Macario er 23 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem þykir með mest spennandi leikmönnum heimsfótboltans.
Macario var mögnuð í háskólaboltanum í Bandaríkjunum áður en hún fór til Lyon þar sem hún lék með Stanford Cardinal. Það er ástæða fyrir því að hún fór beint úr háskólaboltanum til Lyon, sem er eitt allra besta félagslið í heimi.
Macario er fjölhæfur leikmaður, en hún hefur sýnt það og sannað að hún er markaskorari af guðs náð.
Þessi öflugi leikmaður vakti mikla athygli í leik gegn Íslandi í fyrra en hún lék ekkert á nýafstöðnu tímabili vegna meiðsla. Það er vonandi að hún komi sterk til baka í búningi Chelsea.
Putting pen-to-paper until 2026! ?? pic.twitter.com/kebwn868fx
— (C)helsea FC Women (@ChelseaFCW) June 9, 2023
Athugasemdir