Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Thomas Frank: Hvað kostaði Kepa mikið?
Mynd: EPA
Tottenham er eitt af þeim liðum sem vilja fá David Raya, markvörð Brentford, í sínar raðir. Chelsea, Aston Villa og Manchester United hafa einnig verið orðuð við spænska markvörðinn.

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford sem vill fá 40 milljónir punda. Það er upphæð sem Tottenham er ekki tilbúið að borga og hefur umboðsmaður Raya kallað eftir því að Brentford lækki verðmiðann.

Thomas Frank, stjóri Brentford, hefur tjáð sig um málið. „Ég vona að hann verði alltaf hjá okkur, en það lítur út fyrir að verða erfitt ef horft er í samningsstöðuna."

„Við metum hann á allavega 40 milljónir punda. Ef hann ætti þrjú ár eftir þá væri verðmiðinn 70 milljónir punda."

„Hvað kostaði Kepa? Hann er að minnsta kosti jafn góður og hann,"
sagði danski stjórinn.

Kepa var keyptur til Chelsea frá Athletic sumarið 2018. Chelsea greiddi spænska félaginu ríflega 70 milljónir punda fyrir spænska markvörðinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner