Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   þri 09. júlí 2024 10:02
Elvar Geir Magnússon
Aron Snær aftur í Þrótt (Staðfest)
Lengjudeildin
Aron í leik með Þrótti í fyrra.
Aron í leik með Þrótti í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aron Snær Ingason er genginn í raðir Þróttar að nýju og hefur skrifað undir þriggja ára samning. Aron kom við sögu í sjö leikjum með Fram í Bestu deildinni á þessu tímabili en í öll skiptin sem varamaður.

Þessi 22 ára sóknarleikmaður þekkir vel til Þróttar þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil sem lánsmaður, hann hjálpaði liðinu að komast upp úr 2. deild 2022 og skoraði svo átta mörk í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni í fyrra.

Aron hefur þegar hafið æfingar með Þrótti og verður reiðubúinn um leið og félagsskiptaglugginn opnar 18. júlí samkvæmt frétt á heimasíðu félagsins.

Þróttur er í áttunda sæti Lengjudeildarinnar.

„Við þekkjum Aron af góðu einu og hann passar mjög vel inn í metnaðarfullan hóp ungra leikmanna sem eru smámsaman að taka við keflinu í meistaraflokki karla. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Þrótt enda er Aron öflugur framherji sem án nokkurs vafa á eftir að styrkja sóknarleik Þróttar næstu árin," segir Kristján Kristjánsson formaður Þróttar.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Fjölnir 12 8 3 1 22 - 12 +10 27
2.    Njarðvík 12 6 3 3 22 - 15 +7 21
3.    ÍBV 12 5 4 3 24 - 15 +9 19
4.    ÍR 12 5 4 3 19 - 17 +2 19
5.    Þór 12 4 5 3 21 - 18 +3 17
6.    Grindavík 12 4 5 3 20 - 19 +1 17
7.    Þróttur R. 12 4 3 5 20 - 18 +2 15
8.    Keflavík 12 3 6 3 16 - 14 +2 15
9.    Afturelding 12 4 2 6 16 - 25 -9 14
10.    Leiknir R. 12 4 0 8 13 - 20 -7 12
11.    Grótta 12 2 4 6 18 - 28 -10 10
12.    Dalvík/Reynir 12 1 5 6 12 - 22 -10 8
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner