Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 09. ágúst 2022 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bellerin er í viðræðum við Arsenal um riftun á samningi
Bellerin naut sín í botn hjá Betis og vann spænska bikarinn með liðinu.
Bellerin naut sín í botn hjá Betis og vann spænska bikarinn með liðinu.
Mynd: Getty Images

Umboðsmaður Hector Bellerin er staddur í London í dag þar sem hann er í viðræðum við Arsenal um riftun á samningi skjólstæðings síns.


Hægri bakvörðurinn var mikilvægur hlekkur í liði Arsenal en hefur ekki verið samur eftir slæm meiðsli á hné. Bellerin gerði góða hluti að láni hjá Real Betis á síðustu leiktíð og vill ólmur ganga aftur í raðir félagsins.

Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og vill fá að rifta honum til að fara til Betis á frjálsri sölu.

Bellerin er 27 ára gamall og gaf fimm stoðsendingar í 32 leikjum með Betis á síðustu leiktíð.

Hann lék 239 leiki á tíma sínum hjá Arsenal sem stal honum úr akademíu Barcelona þegar bakvörðurinn var aðeins 16 ára gamall.

Talið er að viðræðurnar um riftun á samningi séu aðeins formsatriði þar sem Mikel Arteta telur sig ekki hafa not fyrir Bellerin.


Athugasemdir
banner
banner
banner