Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   fös 09. ágúst 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Gea búinn að semja við Fiorentina
Mynd: Getty Images

David de Gea er á leið til Fiorentina en Fabrizio Romano greinir frá því að markmaðurinn hafi náð munnlegu samkomulagi við ítalska félagið.


Þessi 33 ára gamli spænski markvörður hefur verið án félags í rúmt ár eftir að hann yfirgaf Manchester United.

Romano segir að De Gea muni skrifa undir eins árs samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

De Gea var orðaður við Genoa en Romano greindi frá því að hann hafi aldrei verið nálægt því að ganga til liðs við félagið.


Athugasemdir
banner
banner