David de Gea hefur skrifað undir samning við Fiorentina en hann kemur á frjálsri sölu.
Hann hefur verið atvinnulaus síðan hann yfirgaf Manchester United síðasta sumar en hefur nú fundið sér nýtt félag.
Þessi 33 ára gamli spænski markvörður skrifar undir eins árs samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.
De Gea gekk til liðs við Man Utd frá Atletico árið 2011. Hann lék 545 leiki fyrir félagið. Þá lék hann 45 leiki fyrir spænska landsliðið.
Test medici per @D_DeGea ??????
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 9, 2024
Powered by Istituto Fanfani #forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/4cpy8IasHs
Athugasemdir