Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 09. ágúst 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Deniz Undav dýrastur í sögu Stuttgart (Staðfest)
Deniz Undav.
Deniz Undav.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Deniz Undav er genginn í raðir Stuttgart frá Brighton.

Þetta var staðfest í dag, en Undav er dýrasti leikmaður í sögu Stuttgart. Kaupverðið er um 32 milljónir evra.

Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu síðustu vikur en það náðist loksins samkomulag á milli félaganna

Undav, sem er 28 ára gamall, skoraði 19 mörk í 33 keppnisleikjum með Stuttgart á síðustu leiktíð. Þá var hann á láni frá Brighton.

Hann var í þýska landsliðshópnum á EM í sumar en kom aðeins við sögu í einum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner