Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 09. ágúst 2024 23:15
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Fannst við fara full varlega af stað
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við fara full varlega af stað inn í leikinn og FH liðið mun sterkara en mér fannst við vaxa inn í leikinn. Við hefðum að sjálfsögðu viljað setja mark í leikinn í fyrri hálfleik en það gekk því miður ekki. Mér fannst stelpurnar vera að leggja sig fram í dag en í síðasta leik var frammistaðan mjög döpur. Það var allavega verið að reyna og eins og lið í okkar stöðu þarf að gera að selja sig dýrt. En FH liðið á fullt hrós skilið í dag.“ Sagði svekktur þjálfari Fylkis Gunnar Magnús Jónsson eftir 3-1 tap Fylkis gegn FH í viðureign liðanna á Kaplakrikavelli fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Fylkir

Fylkisliðið skapaði sér nokkrar álitlegar stöður í fyrri hálfleik og ógnaði liði FH talsvert og þá sérstaklega úr föstum leikatriðum. Minna varð af því í síðari hálfleik en hvað skyldi hafa ollið?

„Mér fannst þær bara vera "physical" sterkar á móti okkur og við vorum svolítið undir í þeirri baráttu. Þá er kannski erfiðara að skapa sér eitthvað. Svo þegar fór að líða á leikinn þá fórum við að opna okkur, við þurftum stig og vorum að sækja það og fáum á okkur mark í andlitið. Við fáum á okkur þrjú mörk en þetta er í fyrsta sinn sem við fáum á okkur meira en eitt mark í seinni umferðinni svo vörnin hefur verið að halda mjög vel.“

Annað mark FH kom upp úr vítaspyrnu sem dæmd var fyrir hendi í vítateig Fylkis. Hvernig horfði sá dómur við Gunnari en skiptar skoðanir voru um réttmæti þess dóms þá er varðar náttúrulega stöðu handar varnarmanns og annað.

„Þetta er spurning sem við í fótboltaheiminum erum margoft að velta fyrir okkur. Það vantar kannski skýrari reglur, En eins og þetta horfir við mér er þetta hörkuskot sem FH stelpan á á markið. Varnarmaðurinn er ekkert að gera sig breiða, hún stendur bara og fær boltann beint í hendina. En ég veit ekki hvað það er, eru þeir að meta að boltinn sé á leiðinni í netið eða hvað? Boltinn fór klárlega í hendina á henni en þetta er bara þessi endalausa umræða um vítaspyrnudóma og hendi.“

Sagði Gunnar Magnús en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner