Enska fótboltasambandið hefur ráðið Lee Carsley sem landsliðsþjálfara til bráðabirgða en hann mun stýra liðinu í septemberglugganum.
Enska sambandið er í leit að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Gareth Southgate tilkynnti eftir tapið í úrslitaleiknum gegn Spáni á EM að hann myndi ekki halda áfram með liðið.
England mætir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Írlandi auk þess að leika gegn Finnlandi en leikirnir eru hluti af B-deild Þjóðadeildarinnar.
„Þar sem ég þekki leikmenn og landsliðsfótboltann er rökrétt að ég stýri liðinu á meðan enska sambandið er í því ferli að ráða nýjan stjóra," segir Carsley.
Enska sambandið er í leit að nýjum landsliðsþjálfara eftir að Gareth Southgate tilkynnti eftir tapið í úrslitaleiknum gegn Spáni á EM að hann myndi ekki halda áfram með liðið.
England mætir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Írlandi auk þess að leika gegn Finnlandi en leikirnir eru hluti af B-deild Þjóðadeildarinnar.
„Þar sem ég þekki leikmenn og landsliðsfótboltann er rökrétt að ég stýri liðinu á meðan enska sambandið er í því ferli að ráða nýjan stjóra," segir Carsley.
Carsley er meðal þeirra sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands til frambúðar. Hann er fyrrum leikmaður Everton en hann hefur þjálfað U21 landslið Englands og vann Evrópumót U21 í fyrra.
Leikur Írlands og Englands fer fram í Dublin þann 7. september en þremur dögum síðar leikur enska liðið gegn Finnlandi á Wembley.
Athugasemdir