Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   lau 09. ágúst 2025 18:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Ég vil vera með leikmenn sem vilja spila fyrir félagið
Mynd: EPA
Framtíð Alexander Isak hjá Newcastle er í mikilli óvissu en Luke Edwards hjá The Telegraph sagði frá því að stjórn Newcastle hafi tjáð sænska framherjanum að hann yrði áfram hjá félaginu.

Isak hefur verið mjög ósáttur með að fá ekki að fara til Liverpool og er ekkert í kringum hópinn á undirbúningstímabilinu. Liverpool hefur verið á höttunum eftir Isak síðustu vikur og var fyrsta tilboði félagsins upp á 110 milljónir punda hafnað fyrir tveimur vikum síðan.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, var spurður út í orðróminn varðandi Isak eftir 2-0 tap gegn Atletico Madrid í æfingaleik í dag.

„Nei, þetta er ekki eitthvað sem ég veit af, ég er ekki hluti af öllum umræðum en ég veit ekkert um þetta," sagði Howe.

Howe sagði að allt gæti gerst.

„Ég vil vera með leikmenn sem vilja virkilega spila fyrir félagið," sagði Howe.
Athugasemdir
banner