Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mán 09. september 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar ekki utan fyrr en í fyrsta lagi í janúar
Lengjudeildin
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekkert að gerast þannig að við sjáum bara til hvernig málin þróast að næsta glugga í janúar,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í samtali við Akureyri.net þegar hann var spurður út í framtíð sína.

Það var ekkert leyndarmál þegar Aron Einar kom heim í Þór í sumar að hugurinn stefndi út á ný. Félagaskiptaglugganum í Katar, þar sem Aron lék frá 2019, lokar í dag.

Age Hareide landsliðsþjálfari sagði á dögunum að Aron yrði ekki valinn í landsliðið á meðan hann væri hjá Þór í Lengjudeildinni og því ólíklegt að Aron verði með í Þjóðadeildinni.

Aron var valinn maður leiksins þegar Þór vann 2-0 gegn Dalvík/Reyni í gær en með sigrinum tryggðu Þórsarar sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Hann skoraði fyrra mark leiksins af vítapunktinum.

„Stýrði umferðinni á meðan að hann var inná. Öskraði nokkrum sinnum eftir meira tempói og var ávallt réttur maður á réttum stað. Svo tók hann helvíti laglegt víti líka!" skrifaði Daníel Smári Magnússon fréttamaður Fótbolta.net í skýrslu um leikinn.

Þetta var fyrsta mark Arons fyrir meistaraflokk Þórs.

„Ég náði sex leikjum 2005 og sex í deildinni 2006 en skoraði ekki áður en ég fór út, en það var mjög sætt að skora fyrsta markið fyrir uppeldisfélagið í dag. Ég er glaður að geta hjálpað liðinu á einhvern hátt og stoltur af því," sagði Aron við Akureyri.net.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner