Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   mið 09. október 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kevin Phillips ráðinn til AFC Fylde (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Kevin Phillips hefur byrjað þjálfaraferilinn vel og er tekinn við liði AFC Fylde í ensku National League deildinni, sem er fimmta efsta deildin þar í landi.

Phillips tekur við Fylde eftir að hafa gert góða hluti með Hartlepool á síðustu leiktíð, en fékk ekki nýjan samning hjá félaginu í sumar.

Phillips tekur við Fylde þar sem liðið er í fallbaráttu með 12 stig eftir 13 umferðir, en hann tók við Hartlepool í svipaðri stöðu á síðustu leiktíð og endaði með liðið um miðja deild.

Phillips er goðsögn hjá Sunderland og í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann er næstsneggsti leikmaður sögunnar til að skora 20 fyrstu mörkin sín í úrvalsdeildinni - á eftir Erling Haaland sem bætti metið fyrir tveimur árum síðan.

Phillips er 51 árs gamall og hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Leicester City, Derby County og Stoke City eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna. Hann gerði fína hluti í fyrsta starfi sínu sem aðalþjálfari með South Shields í utandeild áður en hann tók við Hartlepool.

Phillips lék meðal annars fyrir Southampton og Aston Villa auk Sunderland á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta og árið 2000 varð hann fyrsti enski leikmaðurinn til að vinna evrópska Gullskóinn fyrir flest mörk skoruð í bestu deildum Evrópu. Harry Kane varð annar enski leikmaðurinn til að afreka þetta þegar hann raðaði inn mörkunum með FC Bayern á síðustu leiktíð.

Þrátt fyrir mikla markaskorun í enska boltanum spilaði Phillips aðeins átta leiki fyrir A-landslið Englands, án þess að skora mark.
Athugasemdir
banner
banner