Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. nóvember 2018 16:38
Elvar Geir Magnússon
Ingólfur í ÍBV?
Ingólfur í leik með KH.
Ingólfur í leik með KH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson hefur verið að æfa með ÍBV. Þessi 25 ára leikmaður lék með KH í 3. deildinni í sumar þar sem hann skoraði 10 mörk í 17 leikjum, mörg þeirra ansi glæsileg.

Ingólfur hyggst spila ofar á næsta tímabili en ÍBV hafnaði í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.

Kristján Guðmundsson hætti þjálfun liðsins og Pedro Hipólito yfirgaf Fram og tók við.

Ingólfur lék á sínum tíma sextán leiki fyrir U17 og U19 landslið Íslands.

Hann var ungur að árum á mála hjá Heerenveen og lék sína fyrstu leiki í efstu deild árið 2009, með KR.

Þessi hæfileikaríki leikmaður hefur síðan meðal annars leikið fyrir Val, Þrótt, Víking Ólafsvík og Gróttu hér á landi.

Sjá einnig:
Glenn orðaður við endurkomu í ÍBV
Athugasemdir
banner
banner