Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 09. desember 2019 22:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kynnti fyrst David Luiz inn á en áttaði sig svo á mistökunum
Það átti sér ansi skondið atvik stað á London Stadium í kvöld.

Á 86. mínútu leiksins gerði Freddie Ljungberg, bráðabirgðastjóri Arsenal, sína aðra breytingu á liði sínu í kvöld. Hann setti inn Matteo Guendouzi í stað Granit Xhaka sem fann fyrir einhverjum eymslum.

Kynnirinn á London Stadium gerði mistök þegar hann las upp skiptinguna því hann hélt að David Luiz væri á leiðinni inn á. Hann áttaði sig á mistökunum og leiðrétti sig.

Hárgreiðsla leikmannanna er ansi svipuð eins og glöggir hafa áttað sig á.


Athugasemdir
banner