Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   mán 09. desember 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Vill að Ferguson stýri Everton út tímabilið
Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sparkspekingur, telur að Everton eigi að gefa Duncan Ferguson stjórnartaumana út tímabilið.

Undir stjórn Ferguson vann Everton óvæntan sigur gegn Chelsea um helgina.

„Það fær hárin til að rísa að vera á Goodison Park þegar stuðningsmennirnir eru í gírnum. Staðurinn nötrar og viðbrögðin við góðri tæklingu eru eins og mark hafi verið skorað," segir Redknapp.

„Stuðningsmennirnir vilja sjá lið sitt spila vel en umfram allt vilja þeir ástríðu og baráttu frá sínum mönnum."

„Það fengum við að sjá þegar Duncan Ferguson var leikmaður. Ég spilaði nokkrum sinnum gegn honum og það kom mér ekkert á óvart að sjá baráttu leikmanna gegn Chelsea. Þrá hans til að vinna hefur alltaf verið mögnuð. Það þurfti kannski aðeins að sparka í leikmennina og Big Dunc gerði það."

„Þegar ég sá hann standandi á hliðarlínunni í jakkafötunum, skínandi af stolti og faðmandi boltastrákinn eftir hvert mark, hugsaði ég: 'Hann vill fá starfið'. Og af hverju ekki? Af hverju ekki að gefa Ferguson það út tímabilið? Hann elskar Everton meira en allir. Hann er eins blár og menn verða," segir Redknapp.

„Látið hann fá starfið til sumars og sjáum hvernig honum vegnar."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner