Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   fös 09. desember 2022 12:57
Elvar Geir Magnússon
Getspakt ljón spáir Frökkum sigri gegn Englendingum
'Ljónin þrjú' tapa fyrir Frakklandi ef spá ljónsins gengur eftir.
'Ljónin þrjú' tapa fyrir Frakklandi ef spá ljónsins gengur eftir.
Mynd: Getty Images
Í kringum öll stórmót komast mis getspök dýr í fréttirnar fyrir að spá fyrir um leiki keppninnar.

Frægast af þessum dýrum er líklega kolkrabbinn Páll sem öðlaðist heimsfrægð í kringum heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010. Páll bjó í sædýrasafni í Þýskalandi og giskaði rétt á alla leiki Þjóðverja í keppninni sem og á rétt úrslit í úrslitaleiknum sjálfum.

Seinna sama ár lést Páll. Blessuð sé minning hans.

Dýr af ýmsu tagi hafa reynt að feta í armaspor hans. Þar á meðal er rússneski björninn sem spáði sigri Íslands gegn Argentínu. Leikurinn endaði 1-1.

Spádómssvínið Markús kom sér einnig í fréttirnar og hér á landi muna margir eftir því þegar hundurinn Pamela spáði fyrir um enska boltann í Messunni.

Getspakasta dýrið í dag ku þó vera ljón sem er í dýragarði í Tælandi. Ljónið spáði líka um úrslit á EM alls staðar en samkvæmt starfsmönnum í garðinum er hann með 90% réttar ágiskanir.

Ljónið heitir 'Chao Boy' og giskar á sigurvegara með því að velja milli tveggja kjúklingalunda sem hanga undir þjóðfánum þeirra landsliða sem eru að fara að keppa. Ljónið spáir sigri Frakklands gegn Englandi í 8-liða úrslitum á morgun.


Athugasemdir
banner
banner