Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 09. desember 2023 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dagmál 
„Pirr­andi að sjá laun­in fara í ein­hverja banka­stjóra í hverjum ein­asta mánuði"
Hefur skorað 17 mörk í 188 leikjum með Val í efstu deild.
Hefur skorað 17 mörk í 188 leikjum með Val í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék 103 landsleiki á ferlinum og skoraði þrjú mörk.
Lék 103 landsleiki á ferlinum og skoraði þrjú mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Val.
Hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fagnað á móti Englandi á EM.
Fagnað á móti Englandi á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsarinn Birkir Már Sævarsson var til viðtals í sjónvarpsþættinum Dagmál á mbl.is. Blaðamaðurinn Bjarni Helgason ræddi við bakvörðinn.

Birkir greindi frá því í viðtali við Fótbolta.net í haust að fjölskylda hans væri að flytja til Svíþjóðar í vetur. Birkir er samningslaus sem stendur og Bjarni spurði hann út í framtíðina.

„Ég er orðinn eldgamall, fer að hætta, en ætla að spila eitthvað aðeins lengur, bara spurning hvar það verður. Fjölskyldan er að flytja til Svíþjóðar og vonandi finn ég eitthvað lið til að spila fyrir úti. Þó að ég sé ekkert svaka bjartsýnn þá er ég allavegana að reyna, þá get ég fengið að vera með fjölskyldunni á næsta ári. Annars eru líkur á því að ég komi heim og taki eitt tímabil á Íslandi. Þetta er rosa óljóst allt saman núna, veit að við erum fara út 20. des 'one way ticket' til Svíþjóðar, svo verður bara að koma í ljós hvað verður," sagði Birkir sem er 39 ára.

Hann er uppalinn hjá Val og hefur spilað með liðinu síðan 2018 en þá kom hann frá sænska félaginu Hammarby. Birkir fór frá Val árið 2008 og var því í áratug í atvinnumennsku erlendis. Fyrst var hann hjá Brann í Noregi og fór svo til Hammarby.

„Síðan að við kom­um heim árið 2018 erum við búin að tala um það reglu­lega að fara aft­ur til Svíþjóðar því okk­ur leið svo vel þar. Okkur fannst geggjað að búa í Svíþjóð og erum að flytja á nákvæmlega sama stað og við vorum þegar við vorum þar síðast, erum að ganga inn í umhverfi sem við þekkjum og leið vel í. Við erum að reyna auka lífsgæðin okkar."

„Okk­ur finnst betra að búa í Svíþjóð en á Íslandi. Það eru ákveðnir hlut­ir sem fara mikið í taugarnar á mér á Íslandi. Veðrið er betra í Svíþjóð, sum­arið er lengra og svo eru vext­irn­ir og verðlagið hérna eitt­hvað sem fer ótrúlega mikið í taugarnar á mér."

„Okkur fannst gott að búa í Svíþjóð og vildum fara þangað. Burtséð frá öllu öðru þá hjálpaði þetta við ákvörðunina. Vextirnir á lán­un­um voru komn­ir upp úr öllu valdi og það er pirrandi að sjá laun­in sín fara í ein­hverja banka­stjóra í hverjum ein­asta mánuði. Það er þó aðallega ást okkar á Svíþjóð sem fer með okkur út aftur,"
sagði Birkir.

Eitt tímabil í einu
Hann segir óljóst hversu lengi hann mun halda áfram að spila. „Ef ég þarf að koma heim til Íslands til að spila á meðan fjölskyldan er í Svíþjóð þá endist það ekki í mörg ár. Ég tek bara eitt tímabil í einu. Ef ég fer að finna eitthvað til í líkamanum eða fá einhvern leiða þá fer ég frekar út og - ef mig langar að spila eitthvað áfram - finn mér eitthvað neðri deildar lið til að spila með upp á gamanið og fæ mér einhverja eðlilega vinnu með því."

Alltaf horft í kennitöluna
Birkir hefur haft samband við Hammarby. „Svo hætti þjálfarinn og þeir eru ekki ennþá búnir að ráða þjálfara. Það er allt óljóst einhvern veginn. Í frekar nýlegu viðtali vildi sá sem ræður öllu hjá Hammarby ekki útiloka það. Þeir eru því greinilega eitthvað að pæla í þessu án þess að ég viti hversu mikið eða hvernig hlutverkið veður. Ég er bara að bíða eftir að heyra frá þeim aftur. Svo er ég búinn að senda á lið í nágrenni Stokkhólms, bæði lið í úrvalsdeildinni og B-deildinni, en það hefur ekkert komið jákvætt úr því. Það eru kannski mjög litlar líkur á að ég spili þar en ég held ennþá í vonina."

„Ef Hammarby myndi bjóða mér einhvers konar starf þá myndi ég örugglega taka það og fara og spila fyrir eitthvað neðri deildar lið í Svíþjóð. Þetta eru allt einhverjar vangaveltur. Það er nánast ómögulegt (að vera 39 ára og selja sjálfan sig). Þó að ég gæti sýnt fram á hlaupatölur og svoleiðis sem kannski passa ekki við að ég sé 39 ára þá er alltaf kennitalan það fyrsta sem er litið á. Því miður,"
sagði Birkir.

Arnar myndi vita hvað hann fengi
Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson hefur verið orðaður við starfið hjá Hammarby. „Eigum við ekki að segja að það væri draumurinn? Hann allavega myndi vita hvað hann fær, hefur séð mig spila í öll þessi ár á Íslandi og veit að ég er lítið meiddur og get hlaupið eins og 25 ára einstaklingur. Ég myndi slá á þráðinn ef hann tæki við," sagði Birkir á léttu nótunum.

Langar að vera áfram í kringum fótboltann
Í lok viðtals var hann spurður hvort hann myndi vilja starfa í kringum fótboltann áfram eftir leikmannaferilinn.

„Mig langar ekki að kúpla mig út úr fótboltaheiminum. Mig langar alveg að þjálfa, hef þjálfað aðeins í Val. Ég hef gaman af því og langar að vera áfram í kringum fótboltann. Þetta er búinn að vera það stór partur af lífinu að það væri skrítið einhvern veginn að kveðja hann alveg. Ég hugsa að ég taki þjálfaragráðurnar og prófi, sjái hvort mér líkar þetta. Hvort það verður eitthvað meira úr því veit ég ekki. Ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér að ég verði aðalþjálfari í meistaraflokki eins og staðan er núna. Einhvers konar aðstoðarþjálfari eða að þjálfa yngri flokka væri eitthvað sem gæti verið möguleiki," sagði landsliðsmaðurinn fyrrverandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner