Kai Havertz, leikmaður Arsenal, var á skotskónum á þriðjudeginum síðasta þegar Arsenal vann dramatískan útisigur á nýliðum Luton.
Þjóðverjinn jafnaði metin í 3-3 eftir góða stoðsendingu frá Gabriel Jesus en það var svo Declan Rice sem tryggði Arsenal stigin þrjú með skallamarki undir blálokin. Þetta mark hjá Havertz á Kenilworth Road var hans þriðja í síðustu fjórum leikjum með Arsenal.
Þar á undan hafði Havertz skorað þrjú mörk í síðustu 32 leikjum og því virðist sem að kappinn sé búinn að finna markaskóna. Kaup Arsenal á Havertz höfðu verið mikið gagnrýnd en Mikel Arteta, stjóri liðsins, hefur staðið þétt við bakið á leikmanninum og spilað honum mikið ásamt þess að hrósa honum í fjölmiðlum.
Arsenal er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni sem stendur en liðið á fyrir höndum erfiðan útileik í dag en þá fer það til Birmingham borgar og tekur á móti Aston Villa.