Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky, segir að Ange Postecoglou þurfi að breyta leikstíl sínum af og til ef hann ætlar að halda starfinu hjá Tottenham.
Síðustu vikur hefur verið rætt og ritað um leikstíl Tottenham og hann sé helst of sóknarsinnaður miðað við leikmannahópinn sem Ange er með í höndunum.
Það hefur oft komið í bakið á liðinu á þessu tímabili, eins og í gær, þegar það tapaði fyrir Chelsea á heimavelli. Tottenham fékk á sig fjögur mörk en Ange sagði liðið samt hafa spilað vel og skildi Carragher lítið í þeim ummælum.
„Ange talaði um hvað liðið spilaði vel í leiknum. Ég get ekki ímyndað að einhver af stjórunum sem ég spilaði fyrir hjá Liverpool kæmi í viðtal eftir að við hefðum hleypt inn fjórum mörkum og sagt að við spiluðum vel. Ef þú spilar á þennan hátt þá færðu úrslit eins og gegn Manchester City, en þú færð líka svona úrslit (tapið gegn Chelsea) þegar þú ert 2-0 yfir. Ég hef aldrei skilið þegar stjórar segjast spila á ákveðin hátt og munu aldrei breyta því. Ég held að þetta hafi byrjað hjá Pep Guardiola hjá Barcelona.“
„Hugmyndin er sú að hvar sem þeir spila, þá munu þeir spila á þennan hátt. Það er samt besta lið sem ég nokkurn tímann séð og síðan þurfti Pep að breyta Man City-liðinu sem var að vinna deildina á hverju einasta tímabili. Hann færði miðverði í bakvarðarstöðurnar. Þessi hugmynd um að þú getir ekki breytt leikstílnum er algjör þvæla fyrir mér.“
„Aðstæður stjórna því hvernig þú spilar, kannski ekki alltaf, en þegar þú ferð á erfiðan útivöll þá spilar þú ekki á sama hátt og þú gerir gegn botnliði.“
„Það er þessi hugmynd um að spila þennan óflekkaða leik og stuðningsmenn Tottenham syngja: „Við höfum endurheimt Tottenham okkar aftur“, en við munuð aldrei vinna neitt eða berjast um titla.“
„Ég vakna á hverjum morgni og vonast til þess að sólin skín þannig ég geti farið í stuttbuxur og bol, en ef það rignir úti þá fer ég í jakka. Þú getur ekki verið með þessa hugmynd að spila bara á einn veg því það mun ekki virka. Hann verður ekki þarna á næsta tímabili ef þetta breytist ekki,“ sagði Carragher.
Tottenham hefur tapað sjö deildarleikjum á tímabilinu og er í ellefta sæti með 20 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir