Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. janúar 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Mbappe gæti framlengt hjá PSG - Óskalisti Newcastle lengist
Powerade
Skrifar Mbappe undir nýjan samning?
Skrifar Mbappe undir nýjan samning?
Mynd: EPA
Chris Wood til Newcastle?
Chris Wood til Newcastle?
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta.
Jean-Philippe Mateta.
Mynd: Getty Images
Ndombele, Bergwijn, Fernandes, Mbappe, Digne, Schick, Mateta og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Tanguy Ndombele (25), franski miðjumaðurinn hjá Tottenham, er vongóður um að fara í annað félag í þessum mánuði. (Athletic)

Hollenski vængmaðurinn Steven Bergwijn (24) virðist vera á leið frá Tottenham en Ajax er meðal félaga sem hafa áhuga. (Fabrizio Romano)

Franski framherjinn Kylian Mbappe (23) gæti hafnað Real Madrid og skrifað undir nýjan samning við Paris Saint-Germain. (Le Parisien)

Tékkneski framherjinn Patrick Schick (25) segist vera ánægður hjá Bayer Leverkusen en umræða hefur verið um að hann gæti mögulega farið annað í janúarglugganum. (Bild)

Aston Villa er komið vel á veg í viðræðum um möguleg kaup á franska varnarmanninum Lucas Digne (28) frá Everton. Digne er sagður vilja fara í lið Steven Gerrard. (Sky Sports)

Newcastle hefur haft samband við Burnley vegna áhuga á að fá nýsjálenska sóknarmanninn Chris Wood (30). (Telegraph)

Svissneski sóknarmaðurinn Noah Okafor (21) hjá RB Salzburg hefur bæst á blað Newcastle yfir möguleg leikmannakaup í þessum mánuði. (Teamtalk)

Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes (27) hefur hafnað sögusögnum um möguleg skipti til Barcelona í janúar. Hann líkir oðrómnum við aprílgabb. (Sun)

Shay Given, fyrrum markvörður Írlands og Newcastle, hefur ráðlagt Caoimhin Kellher (23) að yfirgefa Liverpool svo hann fái meiri spiltíma. (Premier Sport)

Franski sóknarmaðurinn Jean-Philippe Mateta (24) er nálægt því að yfirgefa Crystal Palace. Hann er á láni frá Mainz í Þýskalandi og er á leið á lán til St Etienne í Frakklandi. (Standard)

Sead Kolasinac (28), leikmaður Arsenal, hefur rætt við Marseille um frjálsa sölu í sumar. Þessi 28 ára vinstri bakvörður frá Bosníu er ekki í náðinni á Emirates. (L'Equipe)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur ýjað að því að enski miðjumaðurinn Ross Barkley (28) gæti farið á lánssamningi í þessum mánuði. (90 Min)

Newcastle hefur áhuga á Fílabeinsstrendingnum Ibrahim Sangare (24) hjá PSV Eindhoven. (Mail)

Newcastle hefur rætt við Mónakó um varnarmanninn Benoit Badiashile (20). Franski U21 landsliðsmaðurinn er sagður metinn á 35 milljónir punda. (Mail)

Tommy Doyle (20), miðjumaður Manchester City, er farinn frá Hamburg en Englendingurinn ungi verður lánaður annað í þessum mánuði. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur ekki fengið nein tilboð í Paul Pogba (28), Það stefnir í að franski miðjumaðurinn fari á frjálsri sölu í sumar. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner