Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   mán 10. febrúar 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ráku Nesta fyrir sjö vikum en hafa nú ráðið hann aftur
Mynd: EPA
Alessandro Nesta hefur verið ráðinn stjóri Monza að nýju, sjö vikum eftir að hann var rekinn frá félaginu.

Nesta, sem var um tíma einn besti varnarmaður heims, var rekinn frá Monza í desember og Salvatore Bocchetti ráðinn í hans stað. Bochetti var svo rekinn eftir 5-1 tap gegn Lazio í gær.

Monza er átta stigum frá öruggu sæti og situr í neðsta sæti ítölsku A-deildarinnar.

Eigendur ítalskra félaga eru þekktir fyrir að vera óvægnir þegar kemur að brottrekstrum þjálfara. Að sama skapi eru menn oft fljótir að viðurkenna mistök og alls ekki sjaldgæft í landinu að sömu þjálfarar séu ráðnir aftur, eftir að hafa verið reknir.

Fyrsti leikur Nesta eftir endurkomuna verður gegn Lecce á sunnudaginn.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner